ATH! Næsta grunn námskeið verður í byrjun september 2019

Lærðu nýjan lífstíl með okkur!

Námskeið í Náttúruhlaupum eru einstök að því leyti að hlaupnar eru mismunandi leiðir  í íslenskri náttúru á höfuðborgarsvæðinu eða í jöðrum þess. Við leggjum áherslu á að fólk læri að njóta þess að hlaupa í fallegri náttúru. Til að gera hlaup að lífstíl, þarf að hafa gaman af þeim!

Fyrirkomulag:

Sameiginleg náttúruhlaup eru tvisvar í viku: á laugardagsmorgnum kl. 09:00 annars vegar (upplifunarhlaup) og á þriðjudögum kl. 17:30 hins vegar (gæðaæfingar).

Upplifunarhlaup

Á laugardögum eru farnar mismunandi leiðir og lögð áhersla á að njóta þess að skokka í fallegri náttúrú. Fólf þarf sjálft að koma sér á staðinn. Reikna má með að æfingin sjálf taki 1-2 klst en með akstri til og frá staðnum 2-3 klst.

Gæðaæfingar

Á þriðjudögum eru gæðaæfingar. Þá hittast allir hópar saman undir leiðsögn eins þjálfara. Þær fara alltaf fram á sama stað (miðsvæðis). Hér eru ekki kannaðar nýjar leiðir en lögð áhersla á hlaupaþjálfunina. Æfingin sjálf er alltaf 1 klst.

Hvar

Mismunandi er hvar við hittumst en tilkynnt verður með tölvupósti og á lokaðri Facebook grúppu hvar æfingin verður í hvert skipti. Hver þátttakandi ber sjálfur ábyrgð á að koma sér á staðinn og heim en það er um að gera að nota Facebook grúppuna til að sameinast í bíla. Reikna má með að hvert skipti taki 2-3 klst. með öllu en það fer eftir því hvaða leið er valin og hve langt þarf að keyra á staðinn.

Fyrir hverja?

Námskeiðin henta bæði algjörum byrjendum í hlaupum (guli hópurinn) og þeim sem hafa eitthvað fiktað við hlaup en vilja komast almennilega í gang og hlaupurum sem eru vanir götuhlaupum og vilja kynnast náttúruhlaupum (rauði hópurinn).

Fyrir fólk sem hefur áður tekið þátt í námskeiði hjá okkur, bendum við á hlaupasamfélagið þar sem allir ættu að finna hóp sem hentar. Mjög vanir hlauparar, sem hafa ekki áður tekið þátt í námskeiði en hafa mikla reynslu af hlaupum í náttúrunni, geta líka farið beint í hlaupasamfélagið ef þeir svo kjósa.

Við mælum ekki með að reynslulitlir hlauparar eða hlauparar sem hafa litla reynslu af hlaupum í náttúrunni fari beint í hlaupasamfélagið. Best er að fara fyrst á námskeið þar sem utanumhald og fræðsla er meiri.

Hópar

Guli hópurinn er fyrir byrjendur sem hafa aldrei hlaupið en vilja læra það í fallegu umhverfi undir leiðsögn fagaðila. Það verður gengið og hlaupið til skiptis. Viðmiðunarmarkmið er að hlaupa stanslaust í hálftíma án vandræða í lok námskeiðsins (sumir ná því markmiði, aðrir ekki sem er allt í lagi!). Einnig fyrir þátttakendur sem hafa áður hlaupið með gula hópnum og vilja gera það áfram (þó flestir sem hafa verið áður ættu að geta farið í appelsínugula hópinn í hlaupasamfélaginu).

Rauði hópurinn er fyrir fólk sem hefur eitthvað hlaupið en vill komast almennilega í gang undir leiðsöng fagaðila. Viðmiðunarmarkmið er að byggja upp þol og koma líkamanum í form til þess að hlaupa stanslaust í klukkutíma án vandræða eða meiðsla í lok námskeiðs. Yfirleitt er farið 6-10 km. Þessi hópur er hugsaður fyrir fólk sem ekki hefur verið áður á námskeiði hjá okkur.

 

Verð

  • Námskeiðin eru 6 vikur og fara fram þrisvar á ári, að vetri, vori og hausti.
  • Verð: 24.900 kr.

Bendum ykkur á að fylgjast með fréttum af Náttúruhlaupum með því að skrá ykkur á póstlistann okkar. Þannig fáið þið fréttirnar af því hvenær skráningar opna, nýjar ferðir koma út og aðra viðburði um leið.

 

 

Skráning

núverandi námskeið

Tveir rauðir hópar verða á námskeiðinu og einn gulur hópur.

Guli hópurinn og rauði laugardags hópurinn byrja laugardaginn 2. mars 2019 kl. 9:00.
Upplifunaræfingar fara fram á laugardagsmorgnum kl. 9:00 (á mismunandi stöðum).

Rauði fimmtudags hópurinn byrjar fimmtudaginn 28. febrúar 2019 kl. 17:30.
Upplifunaræfingar fara fram á fimmtudögum kl. 17:30 (á mismunandi stöðum).

Allir þrír hóparnir hittast svo á gæðaæfingum á þriðjudögum kl. 17:30. (alltaf miðsvæðis). Allir þrír hóparnir enda laugardaginn 6. apríl 2019 (fimmtudagsæfingin dettur út þá vikuna og þeir enda námskeiðið með hinum á laugardeginum).

Skráning fer fram hér. Með því að smella á skráningarhnappinn, opnast skráningarsíða Náttúruhlaupa á Nóra. Þar þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum, stofna sig sem forráðamann (hafi það ekki þegar verið gert) og síðan stofna sig sem iðkanda. Síðan þarf að velja iðkanda og þá er hægt að sjá hvaða námskeið eru í boði og skrá sig. 

Skráning

Næsta grunn námskeið verður í byrjun september 2019

Hópur fyrir alla!