Laugavegshlaupið með Náttúruhlaupum

Laugavegshlaupið er vinsælasta náttúruhlaupakeppni landsins og verður haldin í júlí. Námskeiðið mun standa yfir í 15 vikur eða alveg fram að hlaupinu og verður undir handleiðslu reynslumikilla þjálfara. Þetta námskeið er aðeins fyrir hlaupara sem hafa reynslu af því að hlaupa í náttúrunni, eru í hlaupaformi og hafa hlaupið lágmark 20 km á stígum án þess að stoppa.

Athugið að þátttaka í keppnishlaupinu sjálfu er ekki innifalin í námskeiðinu og þarf fólk að vera búið að skrá sig í hlaupið áður.

Það verða tvær sameiginlegar æfingar á viku með þjálfara, ein löng á laugardögum þar sem verður alltaf farin ný og spennandi leið og ein styttri gæðaæfing á stígum í miðri viku. Fræðslufundir verða haldnir til að auka þekkingu á þátttöku í lengri náttúruhlaupum með áherslu á Laugavegshlaupið. Sérsniðið æfingaprógram verður hannað fyrir hvern þátttakenda. ATH! Hámark 40 þátttakendur. 

Laugavegurinn

Lengd námskeiðsins og æfingatímar

Námskeiðið stendur yfir í 15 vikur og mun fara fram 15 vikum áður en Laugavegshlaupið hefst (apríl-júlí). Æfingarnar munu fara fram á laugardögum og miðvikudögum.

Laugardagsæfingar: Staðsetning tilkynnt með tölvupósti og á Facebook á fimmtudögum. Æfingar hefjast yfirleitt kl. 9 nema annað sé tekið fram.

    • Hlaupaleiðir: Alltaf ný og spennandi hlaupaleið á stígum eða fjalllendi nálægt Reykjavík.
    • Lengd æfinga: Fyrstu 5 vikurnar verða æfingarnar 1,5 – 2 klst. en lengjast eftir því sem líður á námskeiðið og verða 1,5 – 3 klst. Nokkrar lengri æfingar (4 – 5 klst.) verða skipulagðar í júní.
    • Keppnishlaup: Hópurinn stefnir á að taka þátt í nokkrum skipulögðum utanvegahlaupum í sumar sem nýtast sem góðar æfingar fyrir Laugaveginn.

Miðvikudagsæfingar: Staðsetning tilkynnt með tölvupósti daginn fyrir og á Facebook. Æfingarnar munu hefjast kl. 17:15 nema annað sé tekið fram.

    • Hlaupaleiðir og æfingar: Yfirleitt æft á sömu stöðunum og á góðum stígum. Áhersla verður lögð á hraða- og brekkuæfingar.
    • Lengd æfinga: 1 – 1,5 klst.

Laugavegshlaup

Verð námskeiðsins

Laugavegsundirbúningur (15 vikur): 43.900 kr.

Árs áskrift með Laugavegsundirbúningi í staðinn fyrir vornámskeið: 65.900 kr.

ATH! Hægt er að fá námskeiðin niðurgreidd hjá sumum stéttarfélögum. Bæði er hægt að nýta íþrótta- og námskeiðsstyrki.

Skráning í Laugavegshlaupið hefst í byrjun janúar á www.marathon.is og ber hver þátttakandi undirbúningsnámskeiðsins ábyrgð á að skrá sig sjálfur. Þátttökugjald í keppninni er ekki hluti af námskeiðsgjaldinu.