Hlaupasamfélagið

Vornámskeið framundan!

Posted by Náttúruhlaup on Mánudagur, 19. mars 2018

Hlaupasamfélag Náttúruhlaupa er fyrir þá sem hafa farið á námskeið og vilja halda áfram að stunda náttúruhlaup…eða vana hlaupara sem hafa ekki verið á námskeiði.

Innifalið fyrir árs áskrifendur:

  • Vikulegar gæðaæfingar allt árið á þriðjudögum kl. 17:20 eða 19:00. Frjálst er að mæta á aðra eða báðar æfingarnar. Þó er frí á rauðum dögum ásamt júlí og ágúst. Þessar æfingar eru alltaf 1 klst. og fara fram miðsvæðis.
  • Vikuleg upplifunarhlaup þar sem velja má um mislangar vegalengdir á laugardagsmorgnum. Mismunandi er hvar upphaf hlaupsins er og þátttakendur þurfa að koma sér þangað sjálfir. Tímabil 8 mánuðir: 1. september-1. desember og 1. febrúar-1. júlí. Ekki er hlaupið á rauðum dögum.
  • Fjölbreytt fræðslukvöld tvisvar á ári um efni sem tengist náttúruhlaupum, heilsu eða hamingju.
  • Tvær styttri ferðir á ári á kostnaðarverði (svipaðar og lokaæfingar á námskeiðunum).
  • Lokaður Facebook hópur með upplýsingaflæði og hvatningu
  • Gjöf merkt Náttúruhlaupum
  • Afsláttarkort með afslætti hjá ýmsum samstarfsaðilum með vörum tengdum hlaupum, heilsu og hamingju.
  • Sérstakt verð á ýmsum hlaupaferðum á vegum Náttúrúhlaupa

Áskriftarleiðir

Við bjóðum upp á tvenns konar árs áskriftir: mánaðargreiðslur eða eingreiðsla. Allt ofangreint er innifalið í báðum leiðum.

Athugið að áskriftirnar endurnýjast sjálfkrafa að ári liðnu sé þeim ekki sagt upp. Það er gert með því að senda póst á natturuhlaup@arcticrunning.is eða senda einkaskilaboð á Facebook hópnum.

Hægt er að velja um að greiða með kreditkorti eða greiðsluseðlum. Séu greiðsluseðlar valdir bætist við þjónustugjald fyrir hvern greiðsluseðil.

Skráning er lokuð en opnar 6. apríl 

Árs áskrift: mánaðargreiðslur
4.500 kr. á mánuði

Árs áskrift með öllu ofangreindu inniföldnu. Binding í 12 mánuði (54.000 kr fyrir árið). Hægt er að segja áskriftinni upp með tveggja mánaða fyrirvara hvenær sem er eftir tíu mánuði. Áskriftin endurnýjast sjálfkrafa sé henni ekki sagt upp. Hægt að skrá sig í áskriftina í kringum upphaf og lok byrjenda námskeiða.

Skráning
Árs áskrift: eingreiðsla
49.900 kr.

Árs áskrift með öllu ofangreindu inniföldnu. Binding í 12 mánuði. Áskriftin endurnýjast sjálfkrafa nema henni sé sagt upp. Hægt að skrá sig í áskriftina í kringum upphaf og lok byrjenda námskeiða.

skráning
Prufa: þrjár vikur
4500 kr.

Viltu prufa án þess að binda þig í heilt ár? Með því að velja árs áskrift: mánaðargreiðslur, gefst kostur á að segja áskriftinni upp þegar þessar þrjár vikur eru liðnar með því að senda póst á natturuhlaup@arcticrunning.is. Þá þarf aðeins að greiða fyrstu greiðsluna. Eftir fyrstu þrjár vikurnar er ekki hægt að segja áskriftinni upp fyrr en að ári liðnu.

Athugið að þátttakendur sem velja að segja áskriftinni upp eftir fyrstu þrjár vikurnar eiga ekki rétt á árlegu gjöfinn sem fylgir ársáskriftinni né meðlimarkorti. Einnig skal tekið skýrt fram að prufuvikurnar gilda aðeins um ársáskrift: mánaðargreiðslur, ekki eingreiðslu leiðina.

Hópur fyrir alla!