Sýn Náttúruhlaupa

Tilgangurinn með Náttúruhlaupum er að bæta heilsu og auka hamingju fólks.

Rannsóknir benda til þess að náttúran hafi jákvæð áhrif á líðan fólks. Eins eru jákvæð áhrif hreyfingar, bæði á líkama og sál, vel þekkt.

Við leggjum áherslu á að fólk njóti þess að hlaupa í náttúrunni með okkur. Við stuðlum að því að fólk komist í gott form á skynsamlegan hátt undir faglegri handleiðslu og læri að gera hlaup í náttúrunni að lífstíl.

Þeir sem eru komnir í gott form og hafa áhuga á að keppa, komum við einnig til móts við með undirbúningsnámskeiði fyrir Laugavegshlaupið. Náttúruhlaup er hlaupasamfélag þar sem pláss er fyrir alla getuhópa, allt frá algjörum byrjendum í vana, hraðskreiða hlaupara.


<script> (function(i,s,o,g,r,a,m){i['GoogleAnalyticsObject']=r;i[r]=i[r]||function(){ (i[r].q=i[r].q||[]).push(arguments)},i[r].l=1*new Date();a=s.createElement(o), m=s.getElementsByTagName(o)[0];a.async=1;a.src=g;m.parentNode.insertBefore(a,m) })(window,document,'script','//www.google-analytics.com/analytics.js','ga'); ga('create', 'UA-70393608-1', 'auto'); ga('send', 'pageview'); </script>