NÁMSKEIÐ NÁTTÚRUHLAUPA

Náttúruhlaupaárinu 2018 verður skipt niður á þrjú tímabil: Vetur, vor og haust. Líkt og áður verður eitt námskeið í boði á hverju tímabili og eru allir velkomnir að taka þátt og skrá sig á stök námskeið. Þeir sem vilja stunda náttúruhlaupin allt árið geta skráð sig í árs áskrift, en þá fæst um 25% afsláttur af öllum námskeiðum ásamt vikulegum hlaupaæfingum á milli námskeiða og öðrum góðum fríðindum. ATH! í fyrra komust færri að en vildu.

 • Vetrarnámskeið (8 vikur): 6. janúar – 25. febrúar, verð: 20.900 kr.
 • Vornámskeið (10 vikur): 7. apríl – 9. júní, verð: 24.900 kr.
 • Haustnámskeið (8 vikur, nákvæm dagsetning auglýst síðar), verð: 20.900 kr.
 • Árs áskrift: 49.900 kr. (25% afsláttur af verði námskeiða, vikulegar hlaupaæfingar á milli tímabila, gjöf og fleiri fríðindi)
 • Laugavegsundirbúningur (15 vikur): 7. apríl – 14. júlí 43.900 kr.
 • Árs áskrift með Laugavegsundirbúningi í staðinn fyrir vornámskeið: 65.900 kr.
 • 2018 áskrift sem hefst með vornámskeiði: 41.900 (vor og haustnámskeið á 10% afslætti ásamt öllum gjöfum og fríðindum sem fylgja áskrift)

ATH! Hægt er að fá námskeiðin niðurgreidd hjá sumum stéttarfélögum. Bæði er hægt að nýta íþrótta- og námskeiðsstyrki.

Hvar og hvenær

Sameiginleg hlaup allra hópa verða á laugardögum kl. 10:00 (ATH. vínrauði og svarti kl. 9:30). Vínrauðir geta valið á milli þess að mæta á laugardögum kl. 9:30 eða fimmtudögum kl. 17:30. Vegna myrkurs verður skylda að hafa höfuðljós á fimmtudags-æfingunum. Mismunandi er hvar við hittumst á aðalæfingunni en tilkynnt verður með tölvupósti og á lokaðri Facebook grúppu hvar æfingin verður í hvert skipti.

Aukaæfing verður alla þriðjudaga kl. 17:20 og byrjar við Ylströndina í Nauthólsvík. Þátttakendur á námskeiðum fá aukinn stuðning við að fylgja æfingaplaninu í góðum félagsskap og með aðstoð þjálfara. Á milli námskeiða geta áskrifendur auk þess mætt á þriðjudögum til að viðhalda hlaupunum.

ATH! þriðjudagsæfingarnar munu detta niður vegna sumarleyfa 15. júlí-1. september.

Hver þátttakandi ber sjálfur ábyrgð á að koma sér á staðinn og heim en það er um að gera að nota Facebook grúppuna til að sameinast í bíla. Reikna má með að hvert skipti taki 2-3 klst. með öllu en það fer eftir því hvaða leið er valin og hve langt þarf að keyra á staðinn.

Innifalið á námskeiðum

Námskeiðin eru einstök að því leyti að hlaupnar eru mismunandi leiðir á laugardögum í íslenskri náttúru á höfuðborgarsvæðinu eða í jöðrum þess. Fræðslukvöld er innifalið á hverju námskeiði og auk þess munu þjálfarar fræða jafnóðum. Æfingarplan er innifalið sem þátttakendur verða hvattir til að fara eftir milli þess sem við hlaupum saman. Kennd verður góð upphitun og æfingar sérhannaðar til að styrkja fyrir hlaup í náttúrunni. Vandaður bæklingur fylgir sem inniheldur æfingarnar, dagbók og fleira. Einnig fá þátttakendur afslátt af fötum og skóm frá 66° Norður sem henta í náttúruhlaup.

Innifalið fyrir áskrifendur:

 • Þrjú námskeið með einni sameiginlegri æfingu á laugardögum
 • Vikulegar æfingar á þriðjudögum í Öskjuhlíðinni allt árið (ath. sumarfrí 15.07-1.9)
 • Fjölbreytt fræðslukvöld á hverju tímabili um allt sem tengist náttúruhlaupum og hlaupaheilsu
 • Vikuleg æfingaáætlun og ráð frá þjálfurum
 • Lokaður Facebook hópur með upplýsingaflæði og hvatningu
 • Gjafabréf í dagsferð með Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum
 • Gjöf merkt Náttúruhlaupum og afsláttur af hlaupavörum og La Sportiva skóm frá 66°Norður
 • Afsláttarkort með afslætti hjá ýmsum fyrirtækjum með vörum tengdum hlaupum, heilsu og hamingju (nánari útfærsla verður kynnt síðar).
 • Sérstakt verð á hlaupaferðum á vegum Náttúrúhlaupa

Bendum ykkur á að fylgjast með fréttum af Náttúruhlaupum á FACEBOOK

Fyrir frekari upplýsingar sendið tölvupóst á natturuhlaup @ arcticrunning.is


<script> (function(i,s,o,g,r,a,m){i['GoogleAnalyticsObject']=r;i[r]=i[r]||function(){ (i[r].q=i[r].q||[]).push(arguments)},i[r].l=1*new Date();a=s.createElement(o), m=s.getElementsByTagName(o)[0];a.async=1;a.src=g;m.parentNode.insertBefore(a,m) })(window,document,'script','//www.google-analytics.com/analytics.js','ga'); ga('create', 'UA-70393608-1', 'auto'); ga('send', 'pageview'); </script>