HÓPAR FYRIR ALLA!

Skipt er í fimm hópa eftir getu og reynslu. Námskeiðin henta bæði algjörum byrjendum í hlaupum (guli og rauði hópurinn) og lengra komnum sem vilja auka þol og færni sína á stígum og fjalllendi (rauðir lengra komnir, vínrauði og svarti hópurinn).

Guli hópurinn er fyrir byrjendur sem hafa aldrei hlaupið en vilja læra það í fallegu umhverfi undir leiðsögn fagaðila. Það verður gengið og hlaupið til skiptis. Viðmiðunarmarkmið er að hlaupa stanslaust í hálftíma án vandræða í lok námskeiðsins. Einnig fyrir þátttakendur sem hafa áður hlaupið með gula hópnum og vilja gera það áfram.

Rauði hópurinn er fyrir fólk sem hefur eitthvað hlaupið en vill komast almennilega í gang undir leiðsöng fagaðila. Viðmiðunarmarkmið er að byggja upp þol og koma líkamanum í form til þess að hlaupa stanslaust í klukkutíma án vandræða eða meiðsla í lok námskeiðs. Yfirleitt er farið 6-10 km. Þessi hópur er aðeins fyrir fólk sem ekki hefur verið áður á námskeiði hjá okkur.

Rauði hópurinn fyrir lengra komna er fyrir fólk sem hefur áður verið á námskeiði og vill hlaupa svipað langt og rauði hópurinn.

Vínrauði hópurinn Fyrir fólk sem hefur áður verið á námskeiði og vill hlaupa lengra en rauði hópurinn, yfirleitt 10-14 km.

Svarti hópurinn er fyrir vana hlaupara sem vilja hlaupa fjölbreyttar leiðir í íslenskri náttúru undir leiðsöng ultra hlaupara. Yfirleitt verður vegalengdin 12-16 km en gæti stundum verið lengri. Gert er ráð fyrir að fólk sé í góðu hlaupaformi (t.d. 10k hlaup undir 55mín í keppni) og hafa reynslu af lengri hlaupaæfingum.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

<script> (function(i,s,o,g,r,a,m){i['GoogleAnalyticsObject']=r;i[r]=i[r]||function(){ (i[r].q=i[r].q||[]).push(arguments)},i[r].l=1*new Date();a=s.createElement(o), m=s.getElementsByTagName(o)[0];a.async=1;a.src=g;m.parentNode.insertBefore(a,m) })(window,document,'script','//www.google-analytics.com/analytics.js','ga'); ga('create', 'UA-70393608-1', 'auto'); ga('send', 'pageview'); </script>