Finndu hlaupasæluna úti í náttúrunni!

Haustnámskeið Náttúruhlaupa Arctic Running og 66°Norður hefst laugardaginn 7 og 9. september

Skráning er hafin!

SKRÁÐU ÞIG HÉR!

Sérstakt kynningarkvöld fyrir haustnámskeiðið verður haldið 30. ágúst kl. 19:30 í verslun 66°Norður í Faxafeni

ATH. Best er að skrá sig og staðfesta sem fyrst til að tryggja sæti á námskeiðinu en færri komust að en vildu á síðasta námskeið

Hlaup á stígum á Íslandi verða sífellt vinsælli, það ætti ekki að koma á óvart. Íslendingar hafa löngu uppgötvað frelsið og fegurðina sem felst í fjallgöngum. Síðustu 15 ár hafa götuhlaup einnig rutt sér til rúms á meðal almennings. Með því að sameina hlaupin og útiveru í náttúrunni fæst það besta úr báðum heimum. Þessa upplifun köllum við náttúruhlaup.

SKRÁÐU ÞIG HÉR!

„Náttúruhlaup voru uppgötvun ársins 2016. Sem kom mjög á óvart því hlaup voru alls ekki á þjálfunarplaninu það árið. Bara alls ekki. Tilviljun og ákvörðun á síðustu stundu réð því að ég með hálfum huga skráði mig á haustnámskeið, taldi líklegt að úthaldið yrði jafn arfaslakt eins og við fyrri hlaupatilraunir og þessu brölti yrði sjálfhætt með hraði. En viti menn, strax á fyrstu æfingu varð mér ljóst að hlaup úti á víðavangi með andvara í andlitið, mjúkt undir fæti og angan af náttúrunni í vitunum var eitthvað annað en venjulegt skokk. Þetta var alvöru skemmtilegt.

 

Thelma L Thomasson

Það er þó engin launung að til að byrja með voru hlaupin erfið. Ég átti mjög bágt, hélt ekki út í 60 sekúndur, hagræddi tímatökunni þannig að hlaupa-kaflarnir voru styttri og göngukaflarnir lengri en þjálfunarplanið gaf upp. Leit skömmustulega í kringum mig til að athuga hvort einhver væri að fylgjast með hjákátlegum svindltilraunum. Fyrr en varði snerist þetta þó við, hlaupa-kaflarnir urðu smám saman lengri og göngulotur styttri.

 

Eftir 8 vikna námskeið var ég fær um að hlaupa 12 kílómetra í einni lotu, sem mér fundust vera miklar framfarir á svo stuttum tíma. Ég þakka það frábærri uppbyggingu námskeiðsins og stuðningi frá Gunni, Birki Má og Elísabetu, sem eru í senn fagleg, hvetjandi og skemmtileg. Móttóið mitt er: ef hinir geta það, þá get ég það líka. Og ef ég get það, geta aðrir það líka. Náttúruhlaup eru tær snilld.“

 

Telma L. Tómasson
Sjónvarpsfréttakona

Náttúruhlaup er einstök aðferð til að sameina mikla hreyfingu, útivist og náttúruupplifun og gefur um leið tækifæri til að sjá landið á nýjan hátt. Erlendis er náttúruhlaup (e. trail running) orðið gífurlega vinsælt og hérlendis eru alltaf fleiri og fleiri hlauparar að uppgötva kosti þess.

„Ég hefði ekki getað trúað því að ég myndi hlakka til að vakna snemma á laugardagsmorgni til að fara út í hvaða veður sem er en það var allaf yndislegt. Gaman að vera búin að kynnast öllum þessum skemmilegu hlaupaleiðum og frábært að þurfa ekki að leita langt útfyrir borgina til að komast í snertingu við náttúruna :)“ -Hildur Þóra

SKRÁÐU ÞIG HÉR!

Hópar fyrir alla!

Skipt er í fjóra hópa eftir getu og því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Fæstir komust að en vildu á síðustu námskeiðum og því mælum við með því að skrá sig tímalega.

Guli hópurinn er fyrir byrjendur sem hafa aldrei hlaupið en vilja læra það í fallegu umhverfi undir leiðsögn fagaðila. Það verður gengið og hlaupið til skiptis. Viðmiðunarmarkmið er að hlaupa stanslaust í hálftíma án vandræða  í lok námskeiðsins.

Rauði hópurinn er fyrir fólk sem hefur eitthvað hlaupið en vill komast almennilega í gang undir leiðsöng fagaðila. Til að byrja með verða skipulagðar göngupásur á milli þess sem er hlaupið. Viðmiðunarmarkmið er að byggja upp þol og koma líkamanum í form til þess að hlaupa stanslaust í klukkutíma án vandræða eða meiðsla í lok námskeiðs.

Vínrauði hópurinn Fyrir þá sem eru í áskrift í Náttúruhlaupum og hafa útskrifast úr rauða hópnum.

Svarti hópurinn er fyrir vana hlaupara sem vilja hlaupa fjölbreyttar leiðir í íslenskri náttúru undir leiðsöng ultra hlaupara. Yfirleitt verður vegalengdin 12-16 km en gæti stundum verið lengri. Gert er ráð fyrir að fólk sé í góðu hlaupaformi (t.d. 10k hlaup undir 55mín í keppni) og hafa reynslu af lengri hlaupaæfingum.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Hvar og hvenær

Sameiginleg hlaup á haustnámskeiði verða á laugardögum kl. 9:00 (ATH. vínrauði og svarti kl. 8:30) og á þriðjudögum kl. 17:20.

ATH. NÝTT!!: Á haustnámskeiðinu geta þeir sem eru í rauða eða vínrauða hópnum verið á aðalæfingu á laugardögum EÐA fimmtudögum. Fimmtudagsæfingarnar verða nákvæmlega eins og laugardagsæfinginarnar og hefjast kl. 17:30 (ATH. færast til kl. 17:00 um miðbik námskeiðs út af myrkri). Um leið og laugardagshópar fyllast verður eingungis hægt að skrá sig á fimmtudögum. Hópurinn sem æfir á fimmtudögum byrjar 7. september.

Mismunandi er hvar við hittumst á aðalæfingunni en tilkynnt verður með tölvupósti og á lokaðri Facebook grúppu hvar æfingin verður í hvert skipti. Allar þriðjudagsæfingar byrja við Ylströndina í Nauthólsvík. Hver þátttakandi ber sjálfur ábyrgð á að koma sér á staðinn og heim en það er um að gera að nota Facebook grúppuna til að sameinast í bíla. Reikna má með að hvert skipti taki 2-3 klst. með öllu en það fer eftir því hvaða leið er valin og hve langt þarf að keyra á staðinn.

Innifalið á námskeiðum

Námskeiðin eru einstök að því leyti að hlaupnar eru mismunandi leiðir á laugardögum í íslenskri náttúru á höfuðborgarsvæðinu eða í jöðrum þess. Fræðslukvöld er innifalið á hverju námskeiði og auk þess munu þjálfarar fræða jafnóðum. Æfingarplan er innifalið sem þátttakendur verða hvattir til að fara eftir milli þess sem við hlaupum saman. Kennd verður góð upphitun og æfingar sérhannaðar til að styrkja fyrir hlaup í náttúrunni. Vandaður bæklingur fylgir sem inniheldur æfingarnar, dagbók og fleira. Einnig fá þátttakendur afslátt af fötum og skóm frá 66° Norður sem henta í náttúruhlaup.

SKRÁÐU ÞIG HÉR!

Bendum ykkur á að fylgjast með fréttum af Náttúruhlaupum á FACEBOOK

Fyrir frekari upplýsingar sendið tölvupóst á natturuhlaup @ arcticrunning.is


<script> (function(i,s,o,g,r,a,m){i['GoogleAnalyticsObject']=r;i[r]=i[r]||function(){ (i[r].q=i[r].q||[]).push(arguments)},i[r].l=1*new Date();a=s.createElement(o), m=s.getElementsByTagName(o)[0];a.async=1;a.src=g;m.parentNode.insertBefore(a,m) })(window,document,'script','//www.google-analytics.com/analytics.js','ga'); ga('create', 'UA-70393608-1', 'auto'); ga('send', 'pageview'); </script>