Finndu hlaupasæluna úti í náttúrunni!

Kynning á Náttúruhlaupum 2017 og vetrarnámskeið verður haldin miðvikudaginn 4. janúar kl. 19:30 í verslun 66°Norður í Miðhrauni Hafnarfirði.

Vegna sívaxandi áhuga á náttúruhlaupum munum við bjóða upp á heilsársprógram eða þrjú námskeið á ári (sjá nánar hér). Árið 2017 verða í boði: Vetrarnámskeið (janúar-febrúar), vornámskeið (apríl-júní) og haustnámskeið (september-október).  

ATH. Skráning fyrir vetrarnámskeið og áskrift 2017 opnast í byrjun desember. Bendum ykkur á að fyljast með fréttum af Náttúruhlaupum á FACEBOOK

SKRÁÐU ÞIG HÉR!

Hlaup á stígum á Íslandi verða sífellt vinsælli, það ætti ekki að koma á óvart. Íslendingar hafa löngu uppgötvað frelsið og fegurðina sem felst í fjallgöngum. Síðustu 15 ár hafa götuhlaup einnig rutt sér til rúms á meðal almennings. Með því að sameina hlaupin og útiveru í náttúrunni fæst það besta úr báðum heimum. Þessa upplifun köllum við náttúruhlaup.

Náttúruhlaup er einstök aðferð til að sameina mikla hreyfingu, útivist og náttúruupplifun og gefur um leið tækifæri til að sjá landið á nýjan hátt. Erlendis er náttúruhlaup (e. trail running) orðið gífurlega vinsælt og hérlendis eru alltaf fleiri og fleiri hlauparar að uppgötva kosti þess.

„Ég hefði ekki getað trúað því að ég myndi hlakka til að vakna snemma á laugardagsmorgni í 10 vikur og fara út í hvaða veður sem er en það var allaf yndislegt. Gaman að vera búin að kynnast öllum þessum skemmilegu hlaupaleiðum og frábært að þurfa ekki að leita langt útfyrir borgina til að komast í snertingu við náttúruna :)“ -Hildur Þóra

Hópar fyrir alla!

Skipt verður í þrjá hópa á haustnámskeiði eftir getu og því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi

Guli hópurinn er fyrir byrjendur sem hafa aldrei hlaupið en vilja læra það í fallegu umhverfi undir leiðsögn fagaðila. Það verður gengið og hlaupið til skiptis. Viðmiðunarmarkmið er að hlaupa stanslaust í hálftíma án vandræða  í lok námskeiðsins.

Rauði hópurinn er fyrir fólk sem hefur eitthvað hlaupið en vill komast almennilega í gang undir leiðsöng fagaðila. Til að byrja með verða skipulagðar göngupásur á milli þess sem er hlaupið. Viðmiðunarmarkmið er að byggja upp þol og koma líkamanum í form til þess að hlaupa stanslaust í klukkutíma án vandræða eða meiðsla í lok námskeiðs.

Svarti hópurinn er fyrir vana hlaupara sem vilja hlaupa fjölbreyttar leiðir í íslenskri náttúru undir leiðsöng ultra hlaupara. Yfirleitt verður vegalengdin 10-14 km en gæti stundum verið lengri. Ekki er krafist að fólk hlaupi hratt, aðeins að það sé í góðu hlaupaformi og hafi reynslu af lengri hlaupaæfingum.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Hvar og hvenær

Sameiginlegt hlaup á vetrarnámskeiði verður á laugardögum kl. 9:30. Mismunandi er hvar við hittumst en tilkynnt verður með tölvupósti og á lokaðri Facebook grúppu hvar við hittumst í hvert skipti. Hver þátttakandi ber sjálfur ábyrgð á að koma sér á staðinn og heim en það er um að gera að nota Facebook grúppuna til að sameinast um bíla. Reikna má með að hvert skipti taki 2-3 klst. með öllu en það fer eftir því hvaða leið er valin og hve langt þarf að keyra á staðinn. ATH. Hlaupabroddar og létt höfuðljós (að hluta til) er skyldubúnaður á vetrarhlaupanámskeiði.

Innifalið á haustnámskeiði

Námskeiðið er einstakt að því leyti að hlaupið verður mismunandi leiðir í íslenskri náttúru á höfuðborgarsvæðinu eða í jöðrum þess. Fræðslukvöld er innifalið (auglýst síðar) á hverju námskeiði og auk þess munu þjálfarar fræða jafnóðum. Æfingarplan er innifalið sem þátttakendur verða hvattir til að fara eftir milli þess sem við hlaupum saman. Kennd verður góð upphitun og æfingar sérhannaðar til að styrkja fyrir hlaup í náttúrunni. Vandaður bæklingur fylgir sem inniheldur æfingarnar, dagbók og fleira. Einnig fá þátttakendur afslátt á fötum og skóm frá 66° Norður sem henta í náttúruhlaup.

Fyrir frekari upplýsingar sendið tölvupóst á natturuhlaup @ arcticrunning.is


<script> (function(i,s,o,g,r,a,m){i['GoogleAnalyticsObject']=r;i[r]=i[r]||function(){ (i[r].q=i[r].q||[]).push(arguments)},i[r].l=1*new Date();a=s.createElement(o), m=s.getElementsByTagName(o)[0];a.async=1;a.src=g;m.parentNode.insertBefore(a,m) })(window,document,'script','//www.google-analytics.com/analytics.js','ga'); ga('create', 'UA-70393608-1', 'auto'); ga('send', 'pageview'); </script>